Að velja og kaupa glugga og hurðir er fjárfesting til framtíðar. Þess vegna er mikilvægt að velja það sem hentar íslensku veðurfari. Einnig þarf að huga að hvaða gluggategundir hæfa viðkomandi húsi. Það geta verið mismunandi áherslur á hljóðeinangrun, hitaeinangrun, slagveðursþol o.f.l. eftir aðstæðum.
Ísetning
Þak og gluggar bjóða uppá glugga frá öllum helstu söluaðilum glugga á Íslandi ásamt ísetningu, hvort sem um er að ræða ál, áltré, tré eða PVC glugga.
Fjölbýlishús – Viðhald, viðgerðir og endurnýjun á gluggum
Oft er eitt of miklum fjármunum í viðgerði þegar betur hefði verið farið í endurnýjun. Þegar ekki er hægt að fara í allar æskilegar viðhaldsframkvæmdir á sama tíma, getur þurft að forgangsraða og dreifa framkvæmdum og kostnaði yfir tímabil. Við bjóðum uppá ástandsmat, en ástandsmatið snýst meðal annars um að forgangsraða viðhaldsverkefnum og gera viðhaldsáætlun ásamt kostnaðarmati fyrir húsfélög, fyrirtæki og einstaklinga.
Þakgluggar – Ísetning, sérsmíði, viðhald og viðgerðir
Við erum með mikla reynslu í að skipta hratt úr þakgluggum, breyta stærð glugga, skipta yfir í Vellux glugga eða sérsmíðaða.