Raki og mygla
Heilsa er mannréttindi, manneskjur eyða sífellt meiri tíma innandyra, heilsa og líðan hefur mikið að gera með umhverfi mannsins sem hann býr við, vegna sífelldrar þróunar í lifnaðarháttum eru manneskjur farinn að verja tímum sínum í húsnæðum þar sem ójafnvægi er í lífkerfinu þar m.t.t. Gró, baktería, sýkla o.fl. Þetta ójafnvægi getur leitt til heilsubrests, sem dæmi skaðleg áhrif á öndunarfæri, vöðva, meltingu, stoðkerfi, taugakerfi og æðakerfið okkar. (Byggingarreglugerð nr. 112/2012; Sylja Dögg Sigurjónsdóttir, 2024).
Hvað er mygla?
Myglu gró eru allstaðar kringum þig, þau eru náttúrulegur hluti af umhverfinu. Til að gró mismunandi tegunda myglusveppa spíri á yfirborði eða í byggingarefnum þarf ákveðið samspil milli hitastigs og yfirborðsraka. Myglusveppir geta haft skaðræn áhrif á inniloft, svo huga verður að fyrirbyggjandi aðgerðum allra helst þá að lofta vel út og halda því loftraka niðri. Á seinustu misserum hefur fréttaflutningur af mygluskemmdum verið áberandi, vegna heilsubrests og kostnað. Svo mikilvægt að stjórnvöld beiti sér í fyrirbyggjandi aðgerðir. (Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2021; Sylja Dögg Sigurjónsdóttir, 2024).
Hvers vegna myglar?
Hvað er raki?
Hægt er að setja raka fram á ýmisskonar hátt, raki getur t.d. verið gefinn upp sem hlutfall af þurrmassa efnisins, sem hlutfall af heildarmassa efnisins. Andrúmsloft inniheldur eitthvað af vatnsgufu eða raka, heitt loft getur innihaldið fleiri grömm af vatnsgufu en kaldara loft. Við heitara loft þéttist rakinn sem reynt er að bæta við í ákveðnum skilyrðum og birtist okkur sem fljótandi vatn. Vatnið getur síðan safnast saman og ef það hefur engann annan stað til þess að fara á getur það vegna hárpípukrafta sogast inn í byggingarefni og valdið rakaskemmdum og síðan myglu, þetta getur gerst inn í veggjum, þökum o.fl. ekki undir berum augum án lyktar, svo við verðum ekki var við skaðann sem er að ske. (Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2020; Sylja Dögg Sigurjónsdóttir, 2024).
Raki kemur fram í ýmsum aðstæðum
(Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2020; Sylja Dögg Sigurjónsdóttir, 2024).
Kuldabrýr
Er notað um byggingarhluta, þar sem varmatap er meira en í aðliggjandi byggingarhlutum. Algengast er að byggingarhlutinn tengist veðurhjúp byggingar og að samsetning byggingarhlutans, eða tenging hans við veðurhjúpinn, verði til þess að orkuflutningur verður meiri en annars væri og að yfirborðshiti að innan verður (staðbundið) lægri eða jafnvel mun lægri en annars væri. Þetta veldur meira álagi á byggingarhluta og t.d. sprungur geta myndast í steypu samhliða að litur breytist o.fl.(Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2020; Sylja Dögg Sigurjónsdóttir, 2024).
Heimildaskrá
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir. (2024). Raki og Mygla I [fyrirlestur kynntur í iðunni].
Kristinn Alexandersson, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir. (2024). Raki og Mygla í húsum. [fyrirlestur kynntur í iðunni].
Benjamín Ingi Böðvarsson og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir. (2021). Raki og Mygla II, skoðun hreinsun og lagfæring [fyrirlestur kynntur í iðunni].
(Byggingarreglugerð nr. 112/2012)
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. (2020, mars). Varnir gegn rakaskemmdum (Rb. (I4).006). Rannsóknastofa byggingariðnaðarins. https://hms.is/fraedsla/mannvirkjamal—fraedsla/rb-blod/utgafusafn-rb
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. (2021, júní). Myglusveppir í híbýlum – Vaxtarferill og áhrif á gæði innilofts (Rb. (I0).001). Rannsóknastofa byggingariðnaðarins. https://hms.is/fraedsla/mannvirkjamal—fraedsla/rb-blod/utgafusafn-rb