Þak og þakkantar

Hvenær er kominn tími á þakskipti og hvers vegna?

Ef vart verður við leka, eða byrjað er að sjá á þakklæðningu er mikilvægt að taka á því um leið. Að fresta þakviðgerð er með því dýrasta sem hægt er að gera. Oft byrja þakvandamál á smáatriðum sem ódýrt er að laga. Dæmi um það er þegar þak hefur veriði neglt niður en ekki skrúfað og naglar byrjaðir að losna frá sperrum. Hægt er að skipta út nöglum fyrir skrúfur, annars er hætta á leka, þaksprerrurnar geta eyðilagst og tugþúsunda viðgerð orðið að milljóna viðgerð.

DJI_0757

Þakklæðning

Þakið er ein helsta vörn hússins gegn leka og því mikilvægt að viðhalda því vel. Við hjá Þak og gluggum ehf, leggjum metnað í vönduð vinnubrögð og höfum mikla reynslu í að laga eða endurnýja þakklæðningar.

Hvað gerist ef viðhald á þakkanti er ekki sinnt nægilega vel?

Algengt er að skemmdir þakkantar séu hunsaðir of lengi, en það getur leitt til þess að vatn komist að burðarsperrum þaksins og þær morkni niður. Það gerir viðgerðina margfalt dýrari. Einnig geta fallandi þakkantar leitt til slysa á fólki og farartækjum sem húseigendur bera ábyrgð á