• Gildin okkar
  • Hringrásahagkerfið
  • Sjálfbærni
  • Heimsmarkmiðin

Mannvirkjastofnun hefur staðfest gæðastjórnunarkerfi hjá Þak og gluggar ehf.

Í byrjun árs 2015 tóku gildi lög sem kveða á um það að verktakafyrirtæki verða að vera með gæðastjórnunarkerfi staðfest af Mannvirkjastofnun. Allir sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar eftir 1. janúar 2015 skulu vera með gæðastjórnunarkerfi sem samþykkt er af stofnuninni. Krafa um gæðastjórnunarkerfi byggir á ákvæðum 24. gr., 31. gr. og 32. gr. laga um mannvirki en samkvæmt 7. tölulið ákvæða til bráðabirgða í lögunum er veittur frestur til 1. janúar 2015 til að uppfylla ákvæðin Sé gæðastjórnunarkerfi ekki til staðar þá hafa starfsmenn félagsins ekki réttindi til að skrifa upp á verk né bjóða í verkefni á vegum opinberra aðila.